Afhverju að velja kvarts?
Kvarts efnið frá Silestone kemur í öllum litbrigðum, allt frá mjög ljósu og í kolsvart sem gefur einstakt frelsi til að framkvæma ótrúlegustu hugmyndir. Efnið sjálft er kvartssteinn blandaður við önnur efni til þess að mynda mjög sterkt efnasamband sem tekur ekki í sig nein önnur efni (olíur, sýrur úr ávöxtum eða víni) og er nánast viðhaldsfrítt.